22/11/2024
Þá er keppni ungra sýnenda á morgun, laugardaginn 23. nóv!
Dómari að þessu sinni er hún Tammie Sommerson-Wilcox frá Bandaríkjunum.
Áætlað er að dómur byrji kl 12:00 í hring númer 3, byrjum á yngri flokk (15) og svo beint eftir á byrjum við á eldri flokk (13)
Flott fyrir keppendur að mæta tímanlega og fylgjast vel með hringnum.
Við tókum saman nokkra punkta sem gott er að hafa í huga fyrir helgina!
* Fyrst og fremst muna að hafa með sér:
* Númer (kemur í pósti og prentið út sjálf)
* Teygju fyrir númer eða númerahaldara
* Sýningartaum
* Nammi/dót
* Nammitösku
* Kúkapoka
* Bursta/greiðu ef það hentar þinni tegund
* Passið að klæða ykkur eftir veðri en vera samt snyrtileg til fara. Hár einnig tekið snytilega frá andliti.
* Lesið ykkur til um tegundina og lærið utanbókar helstu upplýsingar og tegundareinkenni.
* Passið að fylgjast vel með hringnum og vera mætt tímanlega til að hita upp hundinn ykkar.
* Minnum á að það er ekki leyfilegt að keppa með lóðatík eða hund undir 9 mánaða aldri.
* Munum að passa bil á milli hunda. Maður veit aldrei hvernig aðrir hundar í kringum sig bregðast við.
* Ef hlutirnir ganga ekki eins og þið viljið eða hundurinn hagar sér ekki nógu vel, munið að halda kúlinu og vera róleg. Þið eruð með lifandi dýr í höndunum, sem getur átt misjafna daga - alveg eins og við öll. Dómari gefur ykkur alltaf plús ef þið reynið ykkar allra besta.
* Ef stressið tekur yfir: Muna anda inn og út! Þið eruð búin að æfa ykkur vel og eruð algerlega með þetta!
* Ekki vera svekkt ef ekki gengur allt sem skyldi. Þið gerið bara betur næst! Hver dómari hefur ólíkan smekk á sýnendum og er það bara hans skoðun sem gerir upp á milli.
* Muna njóta! Verið stolt af hundinum ykkar og passið að þetta sé alltaf góð upplifun fyrir hann, alveg sama hvað! Nóg af hrósi, klappi og klóri fyrir bestu vini okkar!
Gangi ykkur ótrúlega vel um helgina! Og ef þið hafið einhverjar spurningar megið þið alltaf tala við okkur! (Bergdísi, Hildu, Elínu Eddu, Freyju og Maríus)
Hér fyrir neðan er hægt að finna fleiri góð ráð!
https://ungmennadeild.weebly.com/ungir-syacutenendur.html
Fci standardar fyrir allar tegundir má finna hér:
https://www.fci.be/en/Nomenclature/
Dagskrá sýningar - laugardagur:
https://cdn.shopify.com/s/files/1/0754/7315/8464/files/Dagskra_lau_23_11.pdf?v=1730884775