03/02/2021
Góðan daginn frá okkur á Kanaríeyjum ég var nú eigilega búin að gleyma þessari síðu enda langt síðan ég hef verið í að koma hundum til íslands en hef meira verið að passa hunda fyrir fólk 😉 Reyndar ætlaði ég að koma einum hundi til Köben í byrjun Sept og átti hann svo að fara þaðan til íslands en það frestaðist vegna vesin með flug og lokuð lönd út af covid hann er hér ennþá á eyjunni en nú glittir í von að hann komist heim í enda mánaðarins .Eg er núna með 2 hunda í pössun sem áttu að flytja til íslands í endan nóv en eru hér ennþá og munu þeir fara líka í endan mánaðarins . Þannig að það munu 3 hundar fara héðan til íslands 🙂 Nú er að gera þá klára með blóðprufur og fleyra . Mikið held ég að eigendurnir verði ánægðir þegar allt er orðið klárt og þeir komnir til íslands því að þetta ferli með þessa 3 hunda er búið að vera erfitt og oft á tímum taug*trekkjandi þar sem öll sund hafa verið lokuð og erfitt að finna einhverjarr glufur .
En núna eru alllar líkur að þeir komist í beinu flugi sem er auðvitað best 😀