Hundainnflutningur frá Kanaríeyjum

Hundainnflutningur frá Kanaríeyjum Aðstoða fólk við að kaupa hunda og flytja þá til Íslands
(2)

Ég heiti Andrea Baldursdóttir og bý á Kanaríeyjum .Ég hef hjálpað fólki að kaupa hunda og flytja þa inn til Íslands .
Ég er í góðum samböndum við góða ræktendur af hundum hér .
Ég er sjálf hundaeigandi , hundasnyrtir og hef góða reynslu í hundaþjálfun .

03/02/2021

Góðan daginn frá okkur á Kanaríeyjum ég var nú eigilega búin að gleyma þessari síðu enda langt síðan ég hef verið í að koma hundum til íslands en hef meira verið að passa hunda fyrir fólk 😉 Reyndar ætlaði ég að koma einum hundi til Köben í byrjun Sept og átti hann svo að fara þaðan til íslands en það frestaðist vegna vesin með flug og lokuð lönd út af covid hann er hér ennþá á eyjunni en nú glittir í von að hann komist heim í enda mánaðarins .Eg er núna með 2 hunda í pössun sem áttu að flytja til íslands í endan nóv en eru hér ennþá og munu þeir fara líka í endan mánaðarins . Þannig að það munu 3 hundar fara héðan til íslands 🙂 Nú er að gera þá klára með blóðprufur og fleyra . Mikið held ég að eigendurnir verði ánægðir þegar allt er orðið klárt og þeir komnir til íslands því að þetta ferli með þessa 3 hunda er búið að vera erfitt og oft á tímum taug*trekkjandi þar sem öll sund hafa verið lokuð og erfitt að finna einhverjarr glufur .
En núna eru alllar líkur að þeir komist í beinu flugi sem er auðvitað best 😀

04/07/2020
25/05/2017

Góðan daginn .
Hér hefur ekkert verið skrifað síðan Prada fór til Íslands enda bara rólegt hér hjá okkur og Yasmin okkar bara eini hundurinn hér á heimilinu og nýtur þess í botn ;)
Við förum til Íslands í 2 vikur í Júní og mun Yasmin fara í pössun til yndislegra hjóna í næsta húsi þannig að hún þarf ekki að skipta um umhverfi og hún. elskar þessi hjón .
Síðan þegar við komum heim munu koma í pössun 2 hundaskvísur á meðan eigendur þeirra fara í 2 mánaðar frí .
Önnur er 1 árs gömul Cavalier tík og svo 5 mánaða tík sem er franskur Bulldog hvolpur .
Þannig að það verður örugglega fjör hjá okkur í sumar :)
Þið sem eruð að spá í að fá hund og langar að flytja inn til Íslands endilega hafið samband þar sem ég þekki mikið að góðum ræktendum af hinum og þessum tegundum .

Prada komin til eiganda á íslandi og er bara sátt  :)
10/01/2017

Prada komin til eiganda á íslandi og er bara sátt :)

03/12/2016
02/12/2016

Jæja þá er komið að því að Prada er tilbúin að fara til Íslands .
Við byrjum ferðalagið á að fljúga á morgun til Kaupmannahöfn þar sem hún mun hitta eiganda sinn síðan munu þau fljúga til 'Islands á mánudaginn .
Prada er búin fá bað og snyrtingu og er orðin rosa fín ;)
Vá hvað við munum sakna hennar og verða tómlegt í kotinu þegar hún verður farin en veit að hún fer til góðs fólks og hún mun hafa það gott hjá þeim :).

21/11/2016

Prada og Ljónsi 😊

Hver segir að það má ekki vera með gosbrunn þó að maður sé westhie  😁
20/11/2016

Hver segir að það má ekki vera með gosbrunn þó að maður sé westhie 😁

Prada í fótabaði í dag 😊
13/11/2016

Prada í fótabaði í dag 😊

Hitti þessa voffa skvísu þegar ég var á Íslandi um daginn .Þetta er hún Gucci sem var hjá mér áður en hún var tilbúin að...
10/11/2016

Hitti þessa voffa skvísu þegar ég var á Íslandi um daginn .
Þetta er hún Gucci sem var hjá mér áður en hún var tilbúin að fara til íslands . Núna bíður hún eftir að litla systir Prada fari að koma til Íslands til að þær geti leikið sér saman ;)

Nonni og Prada í sófakúri í kvöld
08/11/2016

Nonni og Prada í sófakúri í kvöld

08/11/2016

Jæja allt gott að fétta héðan frá Kanaríeyjum .
Prada er búin að fá pláss á einangrunastöinni og fer inn í næsta holl sem er í byrjun Desember eini gallinn á því að það er ekkert beint flug til íslands þá daga svo ég og Prada munum fljúga fyrst til Kaupmannahafnar og síðan flýgur hún 2 dögum seinna og ég fer aftur heim til Kanarý .
Núna eru það blóð og aðrar prufur og svo þarf dýralæknirinn að fylla út alla pappírana sem ég þarf svo að senda þeim hjá MAST til samþykktar til að hún fái að fara .
Það vonandi gengur upp og allt ætti að vera í lagi .
Að öðru leiti er allt gott að frétta af Prödu hún er alltaf jafn yndisleg ;) Ég baðaði hana og snyrti núna á laugardaginn og var hún stillt og prúð á meðan og finnst mér hún bara sætust .
Þarf að taka nýjar myndir af henni og setja hérna inn .

26/10/2016

Góðan dag af okkur er það að frétta að Prada verður hjá okkur eitthvað lengur en það fer soldið eftir því hvenar hún kemst í einangrunastöðina .
Hún er algjört yndi og stækkar og þroskast að vísu soldill prakkari stundum það er bara gaman og oft hægt að brosa af uppátækjum hennar . Hef alltaf passað að hún nái ekki í skó en eitthvað klikkaði það um daginn og náði hún í annan sandalan minn .
Svo fór ég að pæla hvar hún væri þá var hún útí garði og farin að naga upphækkuna sem er í skónum ég segji bara sem betur fer náði hún að losa upphækkuna úr skónum og var ekki búin að naga skóinn minn ;)

15/09/2016

Prada kom með okkur Yasmin á æfingu í gær .
Nú fer að styttast dvölin hennar hér á Kanaríeyjum og fer hún til Ìslands þann 28 Sept
Núna er komið úr öllum prufum og á allt að vera í lagi eigum eftir að fara 1 sinni til dýra til að fá pöddudropa og fylla út pappirana það verður gert nokkrum dögum áður en hún fer

07/09/2016

Og aðeins meíri fílaskapur , Prada aðeins að komast í stuð en skilur ekkert í þessum vitleysing ☺

07/09/2016

Í dag á að vera bað og spa dagur hjá þeim og þurfti ég að taka pásu á að raka Yasmin því að ég þarf að hlaða vélina .
Yasmin áhvað að fíblast í Prödu á meðan

07/09/2016

Prada kom með í hundafimi í gær

02/09/2016

Jæja Prada fór í blóð og saurprufu núna í gær og var hún bara nokkuð stillt á meðan það var verið að ná úr henni blóði ;)
Allt gengur voða vel hjá okkur og hefur hún þroskast mikið en sammt soldill prakkari og á það til að stela einhverju og hleypur með það mjög roggin með sig og vill ekki láta ná sér og taka þetta af sér he he .
Í dag var ég að klippa magan á Snúð og var með túpu af malta nammi til að múta honum þar sem hann er ekki mikið fyrir svona stúss enda köttur .
Ég lagði frá mér túpuna í nokkrar sekundur og þá var hún horfin og Prada bara glöð uppí sófa með hana að reyna sleikja innihaldið .Ég g*t nú ekki annað en hlegið af þessu uppátæki hennar :)

Prada nýkomin úr baði 😆
25/08/2016

Prada nýkomin úr baði 😆

Hinar og þessar myndir af Prödu síðan húm kom hef eitthvað gleymt að setja inn myndir  😯
10/08/2016

Hinar og þessar myndir af Prödu síðan húm kom hef eitthvað gleymt að setja inn myndir 😯

10/08/2016

Hæ og hó frá okkur hér á Kanaríeyjum .
Núna eru komnar 2 vikur síðan ég og maðurinn minn komum frá íslandi . Við vorum þar í 2 vikur og fór Prada fóstuvoffi í pössun til ræktanda síns á meðan en Yasmin var í pössun hjá vinkonu minni .
Það gengur voða vel með Prödu og er hún að verða alveg fyrirmyndar hundur ;)
Hún er núna orðin 7 mánaða og er að þroskast mikið þessa dagana og ekki alveg eins mikill prakkari en mér hefur nún sammt alltaf fundist hún róleg og góð og hún tók sammt alveg hræðilegt nögunar tímabil og nagaði allt sem hún komst í :)
Ég reikna með að hún verði hjá okkur fram í enda September því að það er ekki pláss í einangrunarstöðinni fyrr en það er bara í góðu lagi því að hún er svo góð og yndisleg að ég er ekki viss um að ég tími að senda hana til islands .

20/06/2016

Jæja það er langt síðan ég hef skrifað hér en allt gengur vel með Prödu fósturvoffa .
Hún fór á sýningu núna um helgina og fékk góða dóma bróðir hennar var líka og svo mamma hennar og Pabbi .
Við byrjuðum sýnigardaginn að fara til ræktandans til að snyrta hana eftir öllum kúnstarinnar reglum og er hún svo fín núna .
Mér finnst hún verða sætari með hverjum deginum og varla hægt að skamma hana þegar hún er að prakkarast eða hanga í gardínunum sem henni finnst voða gaman en mér ekki :)
Hef verið frekar slök þessa dagana í þjálfuninni nema þá að hún fær auðvitað heilmikla umhverfisþjálfun til dæmis er mikil umhverfisþjálfun að mæta á svona sýnigu þar sem er mikið af fólki og hundum af öllum stærðum og gerðum.
Núna hef ég bara 1 aðstoðar hund þar ég lét svæfa Perlu gömlu fyrir rúmum 2 vikum þar sem hún var orðin gömul og mikið veik .
Á morgun kemur svo í pössun nágranna hundur og verður hann hjá okkur í 12 daga Hann er orðinn 15 ára og heyrir lítið og kominn með gigt en ég veit að það á bara eftir að ganga vel .;)
Svo næstu helgi verður mikið að gera hjá okkur Yasmin þar sem við förum að keppa í Hundafimi bæði Laugardag og Sunnudag þannig að það er nóg að gera hjá okkur í hundastússi þessa dagana :)

31/05/2016

Góðan daginn .
Af okkur er bara allt gott að frétta , Prada er byrjuð að læra hina og þessa hundasiði og kann orðið að setjast og leggjast og erum við að byrja á því að kenna bíða skipun en hjá ungum hvolpi með þolinmæði í nokkrar sek gengur það svona la la en ég er með góðar aðstoðar voffa sem kunna þetta uppá 10 .
Hún er að vera ágæt í að taka síestu í búrinu eftir hádegi en stundum hefur hún orðið eitthvað fúl þegar hún er sett í búrið og hefur hún pissað í það .
Held að það sé eitthvað spennupiss því að venjulega pissar hún ekki í búrið .
Okkur hefur ekki gengið nógu vel með að venja hana að pissa úti en það fer vonandi a koma hjá okkur ég er búin að takmarka vatnsdrykkjuna hjá henni til að við getum fylgst betur með henni og eftir kl 10 á kvöldin er ekkert vatn .
Umhverfisþjálfun eru labbitúrar hér í hverfinu og einnig hef ég farið með hana að labba þar sem er meira fólk og umferð á matsölustaði , kaffihús og hefur hún staðið sig bara vel í því ;)

21/05/2016

Góðan daginn .Af okkur er allt fínnt að frétta og gengur vel með Prödu fósturvoffa hún var mjög róleg fyrstu dagana og endaði með því að ég var farin að hafa pínu áhyggjur af því var ekki dugleg að borða og svaf mikið og ekki með eðlilega hvolpa hegðun he he .
Ég held núna að hún hafi bara verið að taka okkur út og núna er hún orðin mjög fjörug og þá sérstaklega á kvöldin ;)
Núna er ég byrja að kenna henni að setjast og var hún fljót að ná því og einnig er ég að byrja á láta hana leggja sig í búri eftir hádegi og er það fyrsti dagurinn í dag sem ég læt hana vera þar og loka til dæmis steinsefur hún þarna núna .
var með smá tuð en gafst svo upp og lagði sig ..
Hún er vön að sofa í búri inni í svefnherbergi á næturnar og hefur gert frá því að hún kom .
Sumir eru á móti því að láta hundana sína vera í búri en mér finnst þetta eitt af því betra sem er hægt að venja hundana sína á því þarna finna þeir til öryggis og þetta er staður til að slaka á og þurfa ekkert að vera að spá í umhverfið .
Einnig er gott (sérstaklega að láta hvolpa ) að vera í búri á meðan farið er í burtu til að þeir hvorki skemmi neitt eða skaði sig og dregur úr aðskilnaðar kvíða .
Jæja nóg í bili set inn myndir af slökun í búri hér í comment :)

12/05/2016

Þarna er Prada að kynnast riksuguróbótanum og leist ekkert á hann í byrjun en hætti svo fljótlega að gelta á hann

12/05/2016

Jæja þá er hún mætt í fóstur litli Westhie hvolpurinn hún er 4 mánaða og verður hjá okkur þangað til að hún verður tilbúin að flytja til íslands sem er í Ágúst en það er ekki laust í einangrunarstöðinni fyrr en í Sepember en hún er á biðlista að komast að í ágúst .
Það er búið að ganga mjög vel með hana hún er að læra á heimilslífið hjá okkur og við að læra á hana ;)
Dýrin mín eru bara nokkuð sátt við hana . Perla lét hana strax vita að hún ætti ekkert að vera að bögga hana enda er Perla mín orðin gömul og vill fá að vera í friði .
Yasmin tók mjög vel á móti henni og bauð henni strax að leika en Prödu leist ekkert á villidýrið he he .
Snúður kisa lætur sér fátt um finnast og er ekkert að stressa sig á þessu .
Núna er verið að reyna að kenna henni að pissa og kúka úti og sofa í búrinu á næturnar og hefur þetta gengið nokkuð vel , fyrsta nóttin var svona ok fór með hana kl 4 út að pissa og svo aftur um kl 7 en nóttin í nótt var bara ljúf og svaf hún alla nóttina eftir smá múður þegar hún var sett inní búrið til að fara að sofa ;)

Prada komin í fóstur
12/05/2016

Prada komin í fóstur

31/03/2016

Góðan daginn héðan frá Kanaríeyjum .
Ég sé að það er orðið langt síðan ég hef skrifað hér á síðuna .
Franski Bulldoginn sem var hjá okkur hefur það gott hjá eigendum sínum á íslandi og virðist alveg elska snjóinn sem hann er búin að kynnast eftir að hann kom til Íslands þó að hann sé alinn upp hér á Kanaríeyjum .
Á döfinni er að það komi til mín 2 Whestie hvolpar í Maí og er ég búin að heimsækja ræktendurna og eru þetta gæða stykki ;)
Hvolparnir munu dvelja hjá mér þangað til þeir verða tilbúnir að flytja til Íslands .
Þannig að það verður örugglega fjörugt sumar hjá okkur í sumar.
Ég er í sambandi við marga góða hundaræktendur hér á Kanaríeyjum þannig að ef þið eruð að spá í að kaupa ykkur hund þá endilega hafið samband og saman getum við fundið hundategund sem þig langar í . :)
Ps veit líka um góða kataræktendur með alveg eðalkisur .

07/12/2015

Við erum í jólaskapi og ætlum því að gefa einum heppnum vin Secrid veski að eigin vali. Það eina sem þú þarft að gera er að:
1. Smella like á síðuna okkar
2. Skrifa undir hvaða lit þér finnst fallegastur
3. Deila myndinni.

Drögum síðan út 20.desember 2015 :)
www.veski.is

Jæja þá er Sjabbi farinn til íslands  og orðið tómlegt í kotinu .Takk fyrir samveruna elsku Sjabbi eðalkrútt við sjáumst...
19/11/2015

Jæja þá er Sjabbi farinn til íslands og orðið tómlegt í kotinu .
Takk fyrir samveruna elsku Sjabbi eðalkrútt við sjáumst í sumar ;)

12/11/2015
12/11/2015

Jæa þá er búið að senda Mast alla pappíra og er búið að samþykkja þá :)
Sjabbi mun fara til íslands næsta þriðjudag og veður örugglega skrítið og tómlegt þegar þessi gleðigjafi verður farinn .

04/11/2015

Jæja núna er Sjabbi orðin 7 mánaða og alveg að verða tilbúinn til að fara til íslands .
Hann er búinn að fara í allar prufur og það sem þarf til að meiga koma til íslands .
Hann er orðin mjög sáttur við ferðabúrið sitt og er rosa góður hundur .við eigum örugglega eftir að sakana hans þegar hann fer ;)

Endilega skrifið undir því það þarf að laga þessi úreldu lög með að hundur þurfi að vera í 4 vikur í einangrun þó að han...
11/10/2015

Endilega skrifið undir því það þarf að laga þessi úreldu lög með að hundur þurfi að vera í 4 vikur í einangrun þó að hann sé fullbólusettur og búinn að fara í allar þær prufur sem þarf áður en hann kemur til Íslands

Við undirrituð skorum á alþingismenn, að rita frumvarp, að lögum um dýravegabréf sbr, frumvarp sama efnis í máli nr. 141, framlagt af Helga Hjörvar og fl. þingmönnum nýlega. Í dag er því þannig háttað, að einstaklingur getur farið af landi brott með dýrið sitt en við komuna til baka krefst það einan…

Dirección

Gran Canaria
Maspalomas
35100

Página web

Notificaciones

Sé el primero en enterarse y déjanos enviarle un correo electrónico cuando Hundainnflutningur frá Kanaríeyjum publique noticias y promociones. Su dirección de correo electrónico no se utilizará para ningún otro fin, y puede darse de baja en cualquier momento.

Contato La Empresa

Enviar un mensaje a Hundainnflutningur frá Kanaríeyjum:

Compartir


Otros Servicios para mascotas en Maspalomas

Mostrar Todas

También te puede interesar