31/07/2022
Nú er komið að því að við systurnar ætlum loksins að stofna dýraathvarf í Filippseyjum (vonandi á næsta ári ef allt gengur vel). Þetta hefur lengi verið draumur okkar þar sem okkur er svo annt um dýr. Fyrir þau sem þekkja okkur ekki, erum við systur, Sunneva Rós (22 ára) og Sveindís Sara (19 ára) sem ólust upp hér á Íslandi en fluttum til Filippseyjar og bjuggum þar frá 2007 til 2011. Mamma okkar er filippseysk og pabbi okkar íslendingur. Við bjuggum í bæ sem heitir Danao í borginni Cebu í Filippseyjum. Þar er mikið um fátækt og lítil sem engin dýravelferð. Við höfum orðið vitni af mörgum hörmulegum hlutum sem voru gerð við dýr, meðal annars sett litla kettlinga í plastpoka í sjóinn og látið þá drukkna. Í öðru tilviki var sett lítinn hvolp í poka og hengt hann hátt upp í tré þar sem hann hætti ekki að gráta en þá var ég (Sunneva) orðin nógu gömul til að bjarga honum. Svona lagað er því miður mjög algengt á svæðinu sem við bjuggum en þess vegna finnst okkur svo mikilvægt að hafa einhvers konar athvarf fyrir dýr eins og þau sem þurfa á hjálp að halda. Núna erum við officially komin með meðlim sem ætlar að fá að dvelja hjá okkur þegar athvarfið er tilbúið.🥰 Leyfið mér að kynna ykkur fyrir Miggy. Miggy er heimilislaus hundur sem frænka mín í Filippseyjum fann á götunni fyrir nokkrum vikum. Hún Miggy er mjög vinaleg og hengur oft í matvöruverslun þar sem frænka okkar vinnur og sem hún heilsar henni alltaf þegar hún mætir. Greyið Miggy er samt ekki alltaf velkomin og er oft rekin í burtu af fólki. Eins og sést á myndinni hefur hun ekki fengið nóg að borða greyið en einn af sjálfboðaliðum okkar ætlar að ná í Miggy og annast hennar á meðan athvarfið er enn ekki komið. Miggy verður geld um leið og hún byrjar að líta aðeins betur út og þegar hún fær næga næringu. Það er búið að ormahreinsa hana og öll þessi gjöld borgum við sjálfar úr okkar eigin vösum. Við byrjuðum að safna fyrir ca 1,5 mánuð síðan en við erum strax búnar að safna samtals 260.000 kr! Markmiðið er að byrja að byggja girðingu í kringum lóðina sem athvarfið verður en sú girðing mun kosta uþb 1,2-1,5 milljónir isk. (Lóðin er 1000 fermetrar og það þýðir ekki fyrir okkur að byggja úr bambus eða álíka þar sem það koma oft typhoons á þessu svæði). Margt fólk hefur hjálpað okkur með því að gefa okkur föt sem við getum selt en húsið okkar þolir ekki mikið meira af fötum til að geyma á meðan við erum ekki komnar með bás í Verzlanahöllinni. Dósir myndu hins vegar henta betur þar sem við gætum þá farið með dósirnar beint í dósasel og þurfum þá ekki að geyma allt heima. En ef þið eruð hins vegar með föt sem þið teljið vera í góðu standi þá myndum við auðvitað glaðlega þiggja þau og setja þau upp í bás um leið og við heyrum til baka frá Verzlanahöllin.
Einnig er ég með sér bankareikning þar sem allar upphæðir sem við fáum eru settar til hliðar og safnað upp í girðinguna. Við erum nefnilega að stefna á því að byrja á girðingunni í desember 2022. Kt er 310100-2850 og reikningsnúmer 0542-26-310100
Engin upphæð er of lítil!
Ef þið hafið einhverjar spurningar þá megiði endilega senda okkur skilaboð, við reynum að svara öllum eins ítarlega og við getum.
Ps. Þetta athvarf verður auðvitað non-profit en við erum komnar með nokkra sjalfboðaliða sem eru til í að hjálpa okkur með þetta! ❤